Þú ert hér: Heim /Slysatrygging
  • Einkaslysatrygging

    Einkaslysatrygging

    Þegar þú missir fótfestu í lífinu.

    • Slysatrygging allan sólarhringinn og um allan heim
    • Langtímavernd jafnvel ef um varanlega skerðingu er að ræða eftir slys
    • Allt að 750.000 evrur í eingreiðslu og með möguleika á ævilöngum lífeyri

Hvers vegna er einkaslysatrygging nauðsynleg?

Hvers vegna er einkaslysatrygging nauðsynleg?

Icon Info

Vissir þú?

Yfir 70% slysa gerast í frítíma eða heima við.

Einmitt þegar lögbundin slysatrygging á ekki við.

Í hnotskurn: Þetta er það sem einkaslysatryggingin okkar UnfallSchutzVario Privat Island býður þér.

Icon
Þín trygging í frítíma og á ferðalögum
Slysatryggingin okkar brúar bilið sem lögbundna tryggingin dekkar ekki - til dæmis ef slys ber að höndum við íþróttaiðkun, tómstundariðju, á ferðalögum eða heima við. Þar að auki tekur tryggingin þátt í kostnaði við fegrunaraðgerðir, gervitennur, björgunarkostnað og sálfræðiþjónustu af völdum slyss.
Icon
Langtímavernd gegn varanlegu tjóni
Þökk sé langtímaverndinni nær tryggingin einnig yfir varanlega líkamlega skerðingu og hjálpar þér að takast á við þær breytingar sem verða á daglegu lífi ef til líkamlegar skerðingar kemur - til dæmis að gera heimilið hindrunarlaust eða að kaupa bíl sem hentar fötluðum.
Icon
Allt að 750.000 evru útborgun
Því alvarlegri sem afleiðingar slyss eru, þeim mun meiri er þörfin fyrir fjárbætur. Við greiðum út bætur allt frá 10% örorku tryggjum þér eingreiðslu upp á allt að 750.000 evrur ef um 100% örorku er að ræða. Þetta þýðir að slysatryggingin okkar er ekki bara trygging fyrir þig heldur fyrir ættingja þína líka.

Við getum aðlagað slysatrygginguna að þínum þörfum ef óskað er.

Fjölskylduúrræði

Plúsinn fyrir þig og fjölskyldu þína

  • Makar frá byrjun hjúskaps og börn frá fæðingu eru einnig tryggð hjá þér í 12 mánuði án aukaframlags.
(Á einnig við um ættleidd börn að 14 ára aldri eftir ættleiðingu)

Ráð: Þú getur framlengt þessa grunnvernd, til dæmis með afsláttariðgjöldum okkar fyrir börn.

Slysavernd með slysalífeyri

Vinsæl leið til að uppfæra grunntrygginguna þína

  • Allt að € 12.000 árlegur viðbótarlífeyrir
  • Lífeyrisgreiðsla frá 50% örorku
 

Ráð: Uppfærðu slysatrygginguna þína með mánaðarlegum viðbótarlífeyri.

Viltu vita meira? - Hikaðu ekki við að hafa samband!

Við setjum saman fyrsta flokks tryggingu fyrir þig!

Hefur þú spurningar eða viltu persónulega ráðgjöf?

PM-Premium Makler

PM-Premium Makler GmbH
Garðatorgi 7, 210 Garðabæ
Sendu okkur tölvupóst eða hafðu samband símleiðis!
(Mán.-fös. 9 til 12 og 13 til 16)

PM-Premium Makler

PM-Premium Makler GmbH
Garðatorgi 7, 210 Garðabæ
Sendu tölupóst eða hringdu í okkur!
(Mán.-fös. 9 til 12 og 13 til 16)

Viltu meiri upplýsingar um slysatrygginguna okkar?

Hér finnur þú frekara efni um þjónustu okkar, sem og svör við algengum spurningum.

Hvar og hvenær er ég með lögbundna slysatryggingu?
  • Lögbundin slysatrygging gildir eingöngu fyrir slys á vinnustöðum, í háskóla eða öðrum menntastofnunum. Bein leið þangað og heim er einnig innifalin. Þú ert ekki með lögbundna slysatryggingu við neinar aðrar aðstæður - þú átt því engarn rétt á bótum. Flest slys gerast þó í frítíma. Hvort sem það er heima við, við íþróttaiðkun eða við daglegar athafnir: Svo lengi sem sjúkratryggingar bjóða ekki upp á frekari tryggingu mun einungis einkaslysatrygging standa straum af kostnaði.

    Lögbundin slysatrygging gildir eingöngu fyrir slys á vinnustöðum, í háskóla eða öðrum menntastofnunum. Bein leið þangað og heim er einnig innifalin. Þú ert ekki með lögbundna slysatryggingu við neinar aðrar aðstæður - þú átt því engarn rétt á bótum. Flest slys gerast þó í frítíma. Hvort sem það er heima við, við íþróttaiðkun eða við daglegar athafnir: Svo lengi sem sjúkratryggingar bjóða ekki upp á frekari tryggingu mun einungis einkaslysatrygging standa straum af kostnaði.

Að hve miklu leyti og hversu lengi fæ ég umsaminn slysalífeyri?
  • Auk eingreiðslu bóta þegar slys ber að höndum er gerður greinarmunur á tveimur bótaþrepum fyrir ævilangan slysalífeyri. Almennt gildir, að þú átt rétt á slysalífeyri að upphæð 500 evrum ævilangt frá 50% skerðingarstigi (örorkustigi)eða meira. Sé skerðing metin yfir 90 prósent, tvöfaldast mánaðarlegar slysalífeyrisbætur í 1.000 evrur.

    Auk eingreiðslu bóta þegar slys ber að höndum er gerður greinarmunur á tveimur bótaþrepum fyrir ævilangan slysalífeyri. Almennt gildir, að þú átt rétt á slysalífeyri að upphæð 500 evrum ævilangt frá 50% skerðingarstigi (örorkustigi)eða meira. Sé skerðing metin yfir 90 prósent, tvöfaldast mánaðarlegar slysalífeyrisbætur í 1.000 evrur.

Hefur lögbundin slysatrygging áhrif á bætur úr einkaslysatryggingunni?
  • Nei, bætur úr lögbundinni slysatryggingu hafa ekki áhrif á einkaslysatrygginguna þína. Slysatryggingin þín gildir ekki aðeins hvar og hvenær sem er heldur einnig óháð lögbundnum tryggingabótum. Til dæmis ef þú lendir í slysi á leiðinni heim úr vinnuni, átt þú fullan rétt á báðum bótum. Auka einkaslysatrygging eykur alltaf fjárhagslegt öryggi þitt og verndar þig líka allan sólarhringin og um allan heim - jafnvel þar sem lögbundin slysatrygging gildir ekki.

    Nei, bætur úr lögbundinni slysatryggingu hafa ekki áhrif á einkaslysatrygginguna þína. Slysatryggingin þín gildir ekki aðeins hvar og hvenær sem er heldur einnig óháð lögbundnum tryggingabótum. Til dæmis ef þú lendir í slysi á leiðinni heim úr vinnuni, átt þú fullan rétt á báðum bótum. Auka einkaslysatrygging eykur alltaf fjárhagslegt öryggi þitt og verndar þig líka allan sólarhringin og um allan heim - jafnvel þar sem lögbundin slysatrygging gildir ekki.

Hverjir eru tryggðir með slysatryggingunni?
  • Í grundvallaratriðum er alltaf sá tryggður sem tilgreindur er í samningnum. Auk þess aðlagast slysatryggingin sjálfkrafa að breyttum aðstæðum. Ef þú gengur í hjónaband er maki þinn tryggður í 12 mánuði eftir hjónavígslu án viðbótargjalds. Á sama hátt er nýfætt barn tryggt í 12 mánuði frá fæðingu sem og ættleitt barn að 14 ára aldri frá ættleiðingu (sjá skilyrði fjölskyldulífeyristryggingar).

    Í grundvallaratriðum er alltaf sá tryggður sem tilgreindur er í samningnum. Auk þess aðlagast slysatryggingin sjálfkrafa að breyttum aðstæðum. Ef þú gengur í hjónaband er maki þinn tryggður í 12 mánuði eftir hjónavígslu án viðbótargjalds. Á sama hátt er nýfætt barn tryggt í 12 mánuði frá fæðingu sem og ættleitt barn að 14 ára aldri frá ættleiðingu (sjá skilyrði fjölskyldulífeyristryggingar).

Er slysatrygging fyrir börn þess virði?
  • Einkaslysatrygging er nánast ómissandi fyrir börn og unglinga. Börn, ungmenni og fólk sem stundar íþróttir er ávallt varið fyrir afleiðingum alvarlegra slysa - til dæmis við íþróttaiðkun eða fall af leiktækjum - sem getur haft víðtækar heilsufarslegar afleiðingar. Þetta er tilfinningalega og fjárhagslega streituvaldandi fyrir fjölskyldumeðlimi. Ef sjúkratryggingar bjóða ekki lengur upp á vernd munu einungis einkaslysatryggingar standa straum af kostnaði. Slysatrygging barna er „líftrygging“ fyrir börn þar sem hún tryggir í upphafi fjárhagslegan stuðning og eftir alvarleika ævilangan lífeyri.

    Einkaslysatrygging er nánast ómissandi fyrir börn og unglinga. Börn, ungmenni og fólk sem stundar íþróttir er ávallt varið fyrir afleiðingum alvarlegra slysa - til dæmis við íþróttaiðkun eða fall af leiktækjum - sem getur haft víðtækar heilsufarslegar afleiðingar. Þetta er tilfinningalega og fjárhagslega streituvaldandi fyrir fjölskyldumeðlimi. Ef sjúkratryggingar bjóða ekki lengur upp á vernd munu einungis einkaslysatryggingar standa straum af kostnaði. Slysatrygging barna er „líftrygging“ fyrir börn þar sem hún tryggir í upphafi fjárhagslegan stuðning og eftir alvarleika ævilangan lífeyri.

Hvað þýðir framvinda í einkaslysatryggingum?
  • Með örorkustigi er átt við að hve miklu leyti einstaklingur er varanlega andlega eða líkamlega skertur eftir alvarlegt slys. Samsvarandi örorkustig er hægt að ákvarða með svokölluðum útlimareikni. Til dæmis ef einhver missir handlegg vegna slyss samsvarar það 80 prósenta örorku samkvæmt mælikvarða einkaslysatryggingarinnar.

    Með örorkustigi er átt við að hve miklu leyti einstaklingur er varanlega andlega eða líkamlega skertur eftir alvarlegt slys. Samsvarandi örorkustig er hægt að ákvarða með svokölluðum útlimareikni. Til dæmis ef einhver missir handlegg vegna slyss samsvarar það 80 prósenta örorku samkvæmt mælikvarða einkaslysatryggingarinnar.

Hversu háar eru örorkubætur?
  • Þegar um varanlega heilsuskerðingu er að ræða eftir slys ráða tveir þættir fjárhæð tryggingabóta: umsamin vátryggingarfjárhæð og ákveðið skerðingarstig (örorkustig).

    Við mælum með að samið sé um nægilega háa vátryggingarfjárhæð. Nýttu þér gjarnan reynslu okkar og hafðu samband við ráðgjafa okkar.

    Þegar um varanlega heilsuskerðingu er að ræða eftir slys ráða tveir þættir fjárhæð tryggingabóta: umsamin vátryggingarfjárhæð og ákveðið skerðingarstig (örorkustig).

    Við mælum með að samið sé um nægilega háa vátryggingarfjárhæð. Nýttu þér gjarnan reynslu okkar og hafðu samband við ráðgjafa okkar.

Hvað þýðir framvinda í einkaslysatryggingum?
  • Framvinda er aukning á frammistöðu slysatryggingarinnar. Ef til varanlegrar skerðingar kemur af völdum slyss og þú hefur valið framvindu í samningnum þínum, hækkar bótagreiðslan með hverju prósentustigi frá 25 prósenta skerðingu.

    Framvindan er frammistöðuúrbót slysatryggingarinnar, sem þýðir að því alvarlegri sem afleiðingar slyssins eru, þeim mun hærri er margföldunin á umsamda vátryggingarfjárhæð.

    Framvinda er aukning á frammistöðu slysatryggingarinnar. Ef til varanlegrar skerðingar kemur af völdum slyss og þú hefur valið framvindu í samningnum þínum, hækkar bótagreiðslan með hverju prósentustigi frá 25 prósenta skerðingu.

    Framvindan er frammistöðuúrbót slysatryggingarinnar, sem þýðir að því alvarlegri sem afleiðingar slyssins eru, þeim mun hærri er margföldunin á umsamda vátryggingarfjárhæð.

Yfir 200 ára reynsla sem þú getur treyst

Kynntu þér Versicherungskammer Holding Group

Sem hluti af Versicherungskammer tilheyrum við stærstu samsteypu opinberra tryggingafélaga í Þýskalandi.

Heimasíða Versicherungskammer

Samstarf sem hægt er að treysta!

Samstarf sem hægt er að treysta!
Áhættuna af ellilífeyri þínum ber Bayern-Versicherung Lebensversicherungs AG. Þjónustuaðili þinn heimafyrir er PREMIUM ehf.
Við erum fyrstaflokks